07.12.1944
Efri deild: 84. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 666 í B-deild Alþingistíðinda. (765)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Herra forseti. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram, að ég kom ekki með neina till. um, að málinu yrði vísað til menntmn. Ég skaut því fram til athugunar, þar sem þessi tvö mál eru hér til meðferðar, hvort ástæða væri til að samræma þau. En þrátt fyrir góðan vitnisburð hér í d. um störf hv. menntmn., hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að málið hafi ekkert gott af því að fara til hv. n., svo að ég er ekkert nær því nú að vísa málinu til hennar. En þeir, sem vilja koma með brtt. á háskólalögunum, geta það við 3. umr. í þessari hv., d. Verði það ekki ofan á, geri ég ráð fyrir, að þetta frv. gangi sinn venjulega gang gegnum þingið. Sem sagt, till. mín er sú og nefndarinnar, að frv. verði samþ. nú og síðar verði séð, hvað gerist við 3. umr., hvort sem þessi breyt. yrði felld hér inn í eða ekki. Annars heldur frv. að sjálfsögðu áfram.