07.12.1944
Efri deild: 84. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í B-deild Alþingistíðinda. (772)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Bjarni Benediktsson:

Ég vil eingöngu segja, að það er óþarft fyrir mig að vera að deila við meðdeildarmenn mína um þörfina. Ég get tekið undir það, sem þeir hafa sagt um nauðsynina á að stofna þetta embætti, en ég vil færa þetta inn í háskólafrv., og það vakir fyrir mér, að ef á að samþ. þetta, þá séu önnur störf, sem verði að meta, hvort séu eins mikils virði og þetta.

Ég er hissa á því, að hv. 1. þm. Reykv. skuli segja, að hann telji það ekkert atriði fyrir háskólann, hvort þetta frv. verður samþ. eða ekki, og segist síðan hafa hlustað á prófessor Dungal lýsa því, hvílíkt stórkostlegt atriði væri hér um að ræða og hér væri aðaluppspretta sjúkdómanna í heiminum, og þá mundi ég telja, að háskólinn þyrfti ekki að skammast sín fyrir, að það væri látið hreinlega koma fram, að slíkar rannsóknir heyrðu undir háskólann og ekki neinn annan.