07.12.1944
Efri deild: 85. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 674 í B-deild Alþingistíðinda. (778)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Bjarni Benediktsson:

Það er nokkuð einstakt, ef á að meina mönnum að flytja brtt. við mál, og ég tel þýðingarlaust fyrir okkur að bera fram brtt. við háskólafrv., ef búið er að samþ. þetta, frv. En varðandi það að koma með brtt. í Nd., þá er það svo, að ég á ekki svo innangengt þar, að ég eigi víst, að ég geti fengið hv. þm. þar til að flytja þar brtt. fyrir mig, og ég vil einnig benda á, að ef slíkar brtt. næðu fram að ganga þar, þá mundi sú meðferð, sem hv. 3. landsk. stingur upp á, verða til að tefja fyrir málinu, því að þá yrði það að ganga aftur til Ed. til einnar umr.