12.12.1944
Neðri deild: 90. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 690 í B-deild Alþingistíðinda. (823)

165. mál, gjaldeyrisvarasjóður

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. — Það hefur orðið nokkur töf á afgreiðslu þessa máls hjá n. vegna þess, að það liggur við borð, að Ísland verði aðili í alþjóðlegum gjaldeyrissjóði, og verður þá þessi sjóður lagður niður. Nú munu aðrar þjóðir ekki taka mál þessi til meðferðar fyrr en upp úr áramótum. N. leggur því til, að frestað verði málinu um sinn, til þess að ríkissjóður þurfi ekki að taka ábyrgð á greiðslu vaxtataps vegna gjaldeyrisvarasjóðsins.

Vænti ég þess, að frv. verði samþ. Það heimtar litlar sem engar umr.