16.11.1944
Neðri deild: 75. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í B-deild Alþingistíðinda. (885)

187. mál, landssmiðja

Atvmrh. (Áki Jakobsson):

Óþarfi er að hafa langt mál um þetta frv., sem fer fram á heimild til að taka lán fyrir landssmiðjuna, allt að 1 millj. kr., og ábyrgjast það. Hún hefur ráðizt í stórkostlega byggingu og búið vel um sig, en hefur orðið að taka til þess mjög óhagstæð smálán, svo að rekstrarkostnaður hennar, sem varð 70 þús.

kr. s.l. ár, er 20–30 þús. kr. hærri þess vegna en vera þurfti með hagstæðari lánskjörum. Ég vil vænta þess, að málinu verði vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar.