12.12.1944
Neðri deild: 90. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (887)

187. mál, landssmiðja

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson):

Herra forseti. — Í frv. þessu er farið fram á, að ríkið gangi í ábyrgð fyrir 1 millj. kr. láni fyrir landssmiðjuna.

Orsök þessa frv. er fyrst og fremst sú, að landssmiðjan stendur nú í stórvirkjum. Hún er að reisa stórbyggingu fyrir starfsemi sína. Það er fjögurra hæða hús, með um 600 fermetra gólffleti hver hæð, auk kjallara af sömu stærð, og mun það kosta um 11/2 millj. kr.

Skiptir því miklu að geta fengið hagkvæmt lán til framkvæmdanna.

Hagur landssmiðjunnar er nú á þessa leið: Eignir kr. 2331000.00, þar af hrein eign kr. 900000.00. Mismunur kr. 1431000.00. Þar við bætast útistandandi skuldir kr. 200000.00, eða samtals kr. 1631000.00.

Föst lán landssmiðjunnar eru nú:

Hjá ríkissjóði kr. 50000.00, landsverzlunarvarasjóði kr. 10000.00 og hjá vegagerð ríkissjóðs kr. 90000.00, eða samtals kr. 150000.00.

Laus lán landssmiðjunnar eru nú um kr. 1480000.00, og lítur stjórn hennar svo á, að hagkvæmara mundi að koma lánum þessum í föst lán.

Fjhn. vill mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt.