02.02.1945
Sameinað þing: 90. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (975)

251. mál, fjáraukalög

Gísli Jónsson:

Það þýðir sjálfsagt lítið að eyða löngum tíma í að ræða þetta mál, en ég get ekki látið hjá líða að lýsa undrun minni yfir þessu nál., sem hér er fram komið, því að þeim manni, sem ekki hefur átt kost á því að kynnast málinu af öðru en nál., hlýtur að finnast, að hér sé ekkert athugavert. En fjvn. hefur látið það frá sér fara þannig, að fjáraukalagafrv. er nokkuð hærra heldur en aðalfjárl. 1941. Þetta finnst n. ekkert athugavert við, og hún hefur ekki séð ástæðu til þess að hafa nál. á þskj. 1005 lengra en 2 línur. Mér finnst,

þótt ekki sé hægt að spyrna fótum við því, sem búið er að greiða, að hér liggi stórkostlegar ástæður til fyrir fjvn. að senda út mjög sterkt nál. um þá stefnu, sem hér hefur verið hafin. Það er sjáanlegt, að ef sú stefna í fjármálum á Alþ. er látin viðgangast af fjvn., að fjáraukal. séu hærri en aðallögin, þá veit ég ekki, hvað á að gera með að hafa nokkurn hátt á fjárgreiðslum þingsins yfirleitt. Auk þess vil ég benda fjvn. á það, að á landsreikningi í lið 10 er gerð alveg sérstök aths. við þessar fjárgreiðslur, og því er svar~,ð þannig af stj. og síðan af endurskoðendunum, að þessu er vísað til aðgerða Alþ., og nú skilst mér, að það ætti að vera fjvn., sem hefði tekið þennan lið upp til þess að segja álit sitt um það, hvort ástæða væri fyrir endurskoðendurna að finna að þessu við stj.

Það liggur fyrir till. í allshn. um að ráða bót á þessu, og tel ég til þess tvöfalda ástæðu, að hér sé farið inn á aðra braut. Það er langt í frá, að þessum greiðslum sé lokið og því full ástæða til að gera þessu betri skil.