15.01.1945
Neðri deild: 105. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 733 í B-deild Alþingistíðinda. (991)

84. mál, kjör forseta Íslands

Eysteinn Jónsson:

Hv. frsm. er ekki viðstaddur, en þar sem hér er ekki um flókið mál að ræða, held ég, að hægt sé að beina málinu áfram þrátt fyrir það.

Það kom í ljós við nánari athugun, að í frv. vantar ákvæði um, hversu með skuli fara um ákvörðun kjördags, ef forseti andast eða lætur af störfum, áður eða kjörtímabili hans er lokið, en þá getur verið óþægilegt að vera alltaf fastbundinn við síðasta sunnudag í júní. Þess vegna hefur n. orðið ásátt um að leggja til, að aftan við 3. gr. bætist ný málsgrein, er hljóði svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Nú deyr forseti eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, og skal þá innan árs kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá þeirri kosningu. Ákveður forsætisráðherra þá kjördag, en að öðru leyti fer eftir fyrirmælum laga þessara.“ Ég leyfi mér að mælast til fyrir hönd n., að frv. verði samþ. með þessari breyt.