06.11.1945
Neðri deild: 22. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (1057)

72. mál, strandferðaskip

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég stend upp aðeins til þess að láta í ljós ánægju mína yfir þeim stórfelldu skoðanaskiptum, sem orðið hafa hjá stj. og hennar fylgifiskum frá því í fyrravetur, þegar fram var borin till. um heimild fyrir ríkisstj. til að kaupa strandferðaskip. Það var aðeins til að votta gleði mína yfir þessum sinnaskiptum ríkisstj., að ég tók til máls að þessu sinni. Ég vona, að ég fái mörg slík tækifæri til að láta í ljós gleði mína yfir sinnaskiptum hæstv. stjórnar.