08.03.1946
Sameinað þing: 31. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2162 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Forseti (JPálm) :

Í tilefni af þessum óskum hv. þm. Str. og hv. þm. N.-Ísf. vil ég taka það fram, að ég hef ætlað mér að taka á dagskrá þessa till. um landvistarleyfi nokkurra útlendinga, en það gat raunar ekki orðið, meðan hv. 1. flm. till., hv. þm. N.-Ísf., var ekki kominn til. þings, en síðan er nú nokkuð liðið. En að ég hef ekki tekið till. á dagskrá, er ekki af því, að ekki hefur borizt nál. frá minni hl. n., því að það er hægt að taka málið til meðferðar, þó að það liggi ekki fyrir, heldur er það af því, að hæstv. dómsmrh. hefur óskað eftir, að þetta yrði nokkuð dregið, en ég mun taka till. á dagskrá hið allra fyrsta.

Varðandi hina till., sem hv. þm. Str. lýsti eftir, þá skal ég taka það til athugunar og taka hana á dagskrá á næstu fundum.