06.11.1945
Neðri deild: 22. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (1060)

72. mál, strandferðaskip

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Að vísu getur verið, að ég hafi ekki eins gott minni og hv. 2. þm. N.-M., en það kemur málinu ekkert við, hversu gott minnið er. Málsmeðferð Framsfl. á þessu máli var ekki unnt að taka undir né afgr. þá till., sem hann mælti með að taka upp á síðasta þingi. Málið var í athugun hjá mþn., og allir voru sammála um að bíða eftir áliti n. og taka þá ákvörðun, en hlaupa ekki af stað eftir meira og minna óákveðnum og óljósum till., áður en fyrir lágu upplýsingar frá mþn. Var það málinu mjög ósamboðið. Ég þarf því ekki að athuga nein nafnaköll í þessu sambandi. Það kemur ekkert málinu við sú málsmeðferð, sem Framsfl. ætlaði að hafa á málinu, áður en það var komið á það stig, að um það ætti að taka ákvörðun. Nú liggur fyrir að taka upp skynsamleg vinnubrögð og vinna að því að komast að endanlegri niðurstöðu. Ríkisstj. hefur tekið málið upp eins og það er afgr. inn í d. og óskar eftir því, að Alþ. segi sitt álit. Sinnaskipti og nafnakall kemur ekkert málinu við. Aðferðin, sem hv. 2. þm. N.-M. vildi hafa á því, var ekki málinu samboðin.