06.11.1945
Neðri deild: 22. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (1062)

72. mál, strandferðaskip

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Þetta er náttúrlega að deila um keisarans skegg, að fara í kringum málið, nánar sagt snúa sig út úr málinu með því, sem hann kallar fyndni, að segja, að það hafi verið skammsýni af sér að hafa viljað treysta stj. til afgreiðslu málsins. Það er alls ekki það, sem um er að ræða. Þegar mþn. hafði lokið starfi sínu, var æskilegt og eðlilegt, að Alþ. fengi að segja um það sína skoðun, fengi að lesa nál. mþn. og mynda sér um það skoðun og taka svo sínar ákvarðanir, eftir að tilboð höfðu fengizt í skipin, en ekki gera það milli þinga. Þetta er stór lánsheimild, 7 millj. kr., og það var ekki hægt að segja fyrir um það á síðasta þ., hversu stór hún þyrfti að vera, og þess vegna var vafasamt, hvort það var heppilegra fyrir ríkisstj. að taka á móti ákveðinni heimild til þess án þess að hafa borið sig saman við Alþ. Það er því óvefengjanlegur sá gangur, sem á málinu hefur verið hafður.