10.10.1945
Efri deild: 5. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 874 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

10. mál, jarðræktarlög

Flm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er shlj. frv., sem lá fyrir á síðasta þingi og hefur oft borið á góma í Alþ. Mál þetta hefur verið svo þrautrætt hvað eftir annað hér í d. og í þinginu, að engin ástæða er til að fara að taka það upp aftur, sem um það hefur verið talað. Ég vil aðeins geta þess nú, að komið hefur fyrir atvik, sem minnzt er á í grg. frv. og gerir það enn sjálfsagðara að afnema þessa grein, en það er yfirlýstur vilji frá síðasta búnaðarþingi, og samkv. rökst. dagskrá, sem samþ. var á síðasta þingi, var eitt með öðru verið að bíða eftir áliti þeirrar stjórnar.

Ég vil því ekki vekja upp neinar umr. um þetta frv. hér í d., eins og sakir standa, en legg til, að frv. verði vísað til 2. umr. og landbn.