29.10.1945
Efri deild: 17. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 875 í B-deild Alþingistíðinda. (1104)

10. mál, jarðræktarlög

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Eins og nál á þskj. 56 ber með sér, þá hefur orðið samkomulag um, að 3 landbúnaðarnefndarmenn flyttu sameiginlegt nál. um þetta mál, einn þó með fyrirvara. Fjórði nefndarmaðurinn, hv. 3. landsk., var ekki viðstaddur, þegar málið var afgr., en þar sem n. hafði haldið nokkra fundi um málið, þótti ekki rétt að tefja það, þótt einn nm. væri ekki viðstaddur.

N. lítur svo á, að allar þær verkanir, sem 17. gr. jarðræktarlaganna hefur haft í för með sér, eigi að hverfa. Þess vegna skuli fylgiféð verða eign jarðarinnar, en ekki haldið sérstöku, en það mundi m. a. orsaka, að prenta yrði upp fasteignamatsbókina.

1941 voru samþ. l. um byggingar- og landnámssjóð, og voru þar ekki tekin upp eldri ákvæði um að telja styrki til endurbygginga í sveitum, sem þá voru úr gildi numdir, sem fylgifé. Þess vegna er skakkt að telja þessa styrki heldur sem fylgifé. — Þetta er minn skilningur á þessu máli. N. lítur sem sagt svo á, að fylgiféð eigi að hverfa.

Þetta mál hefur, sem kunnugt er, valdið miklum deilum, og geri ég ráð fyrir, að hv. 1. þm. N,-M. hafi sínar aths. fram að færa, þótt mér hafi skilizt, að hann muni geyma þær að mestu til 3. umr.

Ég mun nú láta þetta nægja frá minni hendi að sinni: