29.10.1945
Efri deild: 17. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 875 í B-deild Alþingistíðinda. (1105)

10. mál, jarðræktarlög

Haraldur Guðmundsson:

Ég hafði nú hugsað mér að gefa út minnihlutanál. um þetta mál, bjóst ekki við, að því yrði hraðað svo sem raun er á orðin. Ég vil þó ekki eiga hlut að því að tefja þetta mál, einkum þar sem það er gamall gestur hér í d. og þm. vel kunnugt.

Ég skal ekki deila við hv. þm. Dal., þann bókfróða mann, um það, hvort þörf sé nýrrar bókar vegna þessa fylgifjár. En hitt er mín skoðun, að nú sé enn meiri þörf þessarar greinar en þegar hún var sett. Annars hafði mér skilizt, að biða ætti eftir ályktun búnaðarþings um þetta mál. Mér er engin launung á því, að ég er á móti þessu frv. og mun vinna það gegn því, er ég má, en tel annars þýðingarlaust að ræða það frekar nú.