06.11.1945
Efri deild: 23. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 879 í B-deild Alþingistíðinda. (1118)

10. mál, jarðræktarlög

Eins og frv. ber með sér, er 1. gr. stutt og laggóð, á þá leið, að 17. gr., falli burt. En brtt. við þessa 1. gr. l. hljóðar á þá leið:

En fylgifé með hverri jörð, sem myndazt hefur vegna þeirrar lagagreinar, meðan hún var í gildi, skal verða eign jarðareiganda. — Ef þetta yrði nú að 1, eins og það liggur fyrir, það er að segja, ef 1. gr. frv. sjálfs yrði samþ. og svo jöfnum höndum brtt. frá hv. 1. þm. N.-M. (PHerm), og ef við gerum ráð fyrir, að alltaf sjái betur augu en auga, hvernig því megi bezt verða fyrir komið, þegar um breytingu við ákveðinn lagabálk er að ræða; þannig að það sé fellanlegt inn í lagabálkinn sjálfan, þá verður það almennilegt. Ég vil, að menn veiti því athygli, að ég tala hér um form frv. og ekker,t annað. Mér finnst, að það hefði farið betur á því, að jafnframt því, að 17. gr. l. falli niður, þá hefði beinlínis komið fram, hvað koma eigi í staðinn fyrir hana, en til þess má ekki koma, að það verði í beinu ósamræmi við lagabálkinn sjálfan. Ég vona, að hv. þdm. skilji, hvað ég á við.

Þegar málið var fyrir Nd., þá. var gr. á þá lund, að hún var höfð sem sjálfstæð setning í frv. En fá l. sett í því formi, að frá ákveðnum tíma sé þetta fallið til jarðeigenda. Þó samrýmist það öllum textanum.

Ég skal svo ekki hafa fleiri orð um þetta, því að það var bara ætlun mín , að tala um formið, og ef þetta fengi áheyrn þeirrar n., sem þetta fær til meðferðar, að ég hafi haft rétt að mæla, þá vildi ég óska, að n. gæfist tækifæri á að taka þetta til endurskoðunar, og þá þýddi það það, að 3 umr. yrði að fresta. Ég veit þó ekki, hvort þetta er talið þess vert. Eins og þeir í sínum ljúflega skilningi hv. 1. þm. N.-M. og hv. þm. Dal. hafa lýst svo fagurlega, þá ætti það ekki að valda misskilningi, þó að þetta yrði samþ. eins og það liggur fyrir. En bezt færi á að hafa þetta á líkan hátt og ég hef hagað orðum mínum.