23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2164 í B-deild Alþingistíðinda. (114)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Gísli Jónsson:

Ég verð að taka það fram við hæstv. forseta, að mér er alls ekki fullnægjandi þetta svar. Hér eru teknar á dagskrá þáltill., sem eru miklu minna virði en sú þáltill., sem ég gerði fyrirspurn um, eins og till. um kaup á Pétursey. Og hæstv. forseti veit, hvaða mál eru stærstu fjárhagsmál þjóðarinnar, sem þurfa afgreiðslu og ég álít, að hin smærri mál eigi að víkja fyrir. Hæstv. forseti hefur því ekki, gefið fullnægjandi svar við því, hvers vegna Þetta mál, sem ég spurði um, hefur ekki verið tekið á dagskrá í meira en mánuð.