27.11.1945
Neðri deild: 40. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í B-deild Alþingistíðinda. (1140)

10. mál, jarðræktarlög

Frsm. (Jón Pálmason) :

Út af þessum aths. hv. þm. Mýr. um afnám skyldra ákvæða, vil ég segja það, að ég hygg, að þeir, sem að þessu standa í Ed., hafi fullan hug á að sjá um afnám skyldra ákvæða í byggingar- og landnámssjóðslögunum. Hins vegar er það rangt túlkað, að þar sé alls kostar um hliðstæð ákvæði að ræða, síðan þeim l. var breytt.

Varðandi það, að öðru aðalatriði frv. sé hnýtt aftan við, þá er því til að svara, að þar sem þetta kom þannig frá Ed., sáum við ekki ástæðu til að fara að breyta því, og raunar fannst mér óþarft að taka þetta fram, þar eð það hlaut að koma af sjálfu sér, en eins og ég sagði áðan, þótti ekki ástæða til að breyta þessu.