29.11.1945
Neðri deild: 44. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 902 í B-deild Alþingistíðinda. (1178)

123. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð (heildarlög)

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Ég vil aðeins benda hv. 4. þm. Reykv. á það, að hann ruglar þarna saman réttinum til að láta af hendi gjaldeyri og gjaldeyriseftirlitinu. Rétturinn og valdið til að láta gjaldeyri af hendi hefur verið hjá viðskiptaráði. Nú er ætlazt til, að nokkuð af þessu verði flutt yfir á bankana, en gjaldeyrisn. veiti innflutningsleyfi og gjaldeyrisleyfi, en veit svo ekkert um, hvernig þau eru notuð, en svo eru það bankarnir, sem eiga að kontrollera það, að gjaldeyririnn hafi verið notaður eins og til hefði verið ætlazt.