26.11.1945
Efri deild: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (1197)

22. mál, sýsluvegasjóðir

Gísli Jónsson:

Ég vil skjóta til n., hvort ekki hefði verið eðlilegra og einfaldari aðferð að láta þetta standa óbreytt, 6 af þús., en setja aftur, að það skyldi greiða eftir vísitölu á hverjum tíma. Það mun vera raunverulegt, að fasteignamat hefur ekki hækkað og því ekki búizt við, að það raskist mjög þar af leiðandi það gjald, sem greiða á til sýsluvega. Mér finnst því eðlilegt, að málið hefði verið tekið þannig, að ofan á fast, lögbundið gjald yrði greidd verðlagsvísitala, eins og hún er á hverjum tíma. Ég set mig ekkert upp á móti þessari breyt., en vil skjóta þessu fram til n. Það er sjálfsagt og nauðsynlegt að hækka gjöldin, en mér finnst eðlilegt, að þau hækki þannig.