12.11.1945
Neðri deild: 30. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í B-deild Alþingistíðinda. (1270)

64. mál, ábúðarlög

Bjarni Ásgeirsson:

Vegna þess að hv. frsm. n. var fjarverandi milli umr., tók landbn. sig til og gerði smáleiðréttingu á þessu frv. í sambandi við það, sem hv. þm. V.-Húnv. benti á þegar málið lá fyrir d. seinast. Það hefur fyrir vangá orðið ofurlítill ágalli á formi málsins, sem hv. þm. benti réttilega á. Annað var óskýrt upphaf á einum málslið gr., og er það leiðrétt á þskj. 130. Sömuleiðis við 2. gr., sem er nánast leiðrétting og kom af því, að þegar frv. var samþ., var það í nokkuð öðru formi en þegar það var borið fram í þinginu. Ég held, að með þessum breyt. sé leiðréttur sá ágalli, sem hv. þm. V.Húnv. benti á, og vil ég því bera frám fyrir hönd landbn. þessar breyt., af þeim ástæðum, sem ég hef getið um.