05.12.1945
Efri deild: 45. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (1281)

64. mál, ábúðarlög

Frsm. (Eiríkur Einarsson) :

Herra forseti. Ég get ekki að svo vöxnu máli talað um þetta nema frá eigin sjónarmiði, en það er víst, að því ríkara sem manni er í hug, að jarðir leggist ekki í eyði og maður hyggst koma því í lag með breyttri lagasetningu, því betur þarf að vera á verði gegn því, að nokkrum sé misgeri. Mér finnst fullkomin ástæða vera til þess að taka það, sem hv. síðasti ræðumaður (BBen) drap á, til fullrar athugunar, þótt mér virðist málskotsréttur í þessu sambandi vera takmörkum bundinn. Það er ærið vandasamt að sigla svo krappan sjó og hér er um að ræða, en viðleitni til þess að fara rétta leið er sjálfsögð.

Brtt. hafa verið gerðar við þetta frv. hér í hv. deild, og hef ég ekkert við það að athuga, þótt gerð sé aths. um þetta efni, ef það sætir ekki mótmælum frá hinum nm., að málið verði tekið út af dagskrá vegna þessarar fyrirspurnar til frekari athugunar.