06.12.1945
Efri deild: 46. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (1298)

64. mál, ábúðarlög

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég skal taka það fram, að ég tel mál þetta ekki svo flókið, að ekki sé hægt að ljúka því nú á þessum fundi. Ég verð að segja, að mér finnst enga nauðsyn bera til þess að fresta þessu að nýju, þar sem landbn. hefur látið það álit sitt í ljós, að rétt væri að endurskoða ábúðarlögin. En um málskotsréttinn er það að segja, að varla er ástæða til að taka það atriði sérstaklega. Ábúðarlögin bíða endurskoðunar, og þar sem þetta er bráðabirgðaráðstöfun, tel ég enga ástæðu til að fresta málinu vegna þessa eina atriðis. En ég sætti mig við úrskurð hæstv. forseta, þótt ég sé á móti frestun málsins.