31.10.1945
Efri deild: 18. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 935 í B-deild Alþingistíðinda. (1305)

55. mál, lestagjald af skipum

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Fjhn. flytur þetta frv. að beiðni hæstv. fjmrh. Það er ekki flókið né mikið um það að segja. Frv. felur aðeins í sér þá breyt., að lestagjald af skipum verði innheimt um leið og önnur gjöld af svipuðu tagi, vegna þess að það mun auðvelda framkvæmd þeirrar innheimtu.

Þetta gjald var áður, samkv. l., innheimt á manntalsþingi, en með þessu fyrirkomulagi verður það innheimt nokkru fyrr. Annars þarf ekki að orðlengja þetta frekar. N. telur það svo sjálfsagðan hlut að breyta þessu. Það er ekkert til óhagræðis fyrir útgerðarmenn, en til mikils hægðarauka fyrir alla innheimtu, og kemst greiðslan fyrr til ríkissjóðs en ella.

Ég legg til, að málinu verði vísað að lokinni þessari umr. til 2. umr.