13.12.1945
Efri deild: 48. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (1349)

78. mál, aðstoðarlán til síldarútvegsmanna 1945

Frsm. (Steingrímur Aðalsteinsson) :

Ég skal í tilefni af fyrirspurn hv. 3. landsk. segja, að þetta var alveg ákveðið skilningur n., og ég hygg, að ég megi segja, að frv. er flutt beinlínis í þeim tilgangi að hjálpa aðeins þeim mönnum, sem hafa orðið fyrir töpum á síldveiðunum 1945, svo að þeir geti haldið áfram að gera skip sín út. Hins vegar gæti n. tekið það til athugunar milli umr., hvort ástæða er til að orða þetta greinilegar en gert er í frv.