12.12.1945
Sameinað þing: 17. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2169 í B-deild Alþingistíðinda. (136)

Varamaður tekur þingsæti o. fl.

forseti (JPálm):

Forseti neðri deildar hefur skrifað mér svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 11. des. 1945.

Lúðvík Jósefsson, 6. landsk. þm., hefur í dag skrifað mér á þessa leið: „Sakir annríkis heima fyrir verð ég að hverfa af þingi um sinn, og óska ég þess með skírskotun til 144. gr. laga nr. 80 7. sept. 1942, um kosningar til Alþingis, að næsti varamaður flokks míns, Gunnar Benediktsson, taki sæti á Alþingi í minn stað að liðnum deginum í dag.“

Jafnframt því að tilkynna yður þetta, herra forseti, leyfi ég mér að óska þess, að boðaður verði sem fyrst fundur í sameinuðu Alþingi til þess að rannsaka kjörbréf þessa varaþingmanns.

Barði Guðmundsson.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Kjörbréfanefnd mun þegar hafa haft með höndum kjörbréf umrædds varaþm. til rannsóknar, og tekur hv. frsm. nefndarinnar til máls.