19.11.1945
Neðri deild: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (1362)

42. mál, fyrirhleðsla Héraðsvatna

Frsm. (Jón Sigurðsson) :

Herra forseti. Það var gerð allýtarleg grein fyrir þessu máli við 1. umr., og ég sé ekki ástæðu, fyrir hönd n., að fara um frv. mörgum orðum. Landbn. hefur athugað þetta frv. og kynnt sér aðstæður, sem þarna eru, og hún er sammála um það, að hér er um mikið nauðsynjamál að ræða, sem ekki þolir neina bið. — Frv. þetta hefur verið borið undir vegamálastjóra, og hann hefur ekkert við það að athuga. Sömuleiðis hefur landbn. borið þetta saman við gildandi l. um fyrirhleðslu Þverár og Markarfljóts og fullvissað sig um, að ákvæði þessa frv. eru í fullu og eðlilegu samræmi við ákvæði þessara nefndu laga.

Landbn, mælir því með, að frv. verði samþ.