12.12.1945
Sameinað þing: 17. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2169 í B-deild Alþingistíðinda. (137)

Varamaður tekur þingsæti o. fl.

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Kjörbréfan., þ. e. a. s. 4 nm., hv. þm. V.-Ísf. var ekki viðstaddur, hefur á nefndarfundi athugað kjörbréf Gunnars Benediktssonar, og það var sameiginlegt álit þeirra, er á fundi voru, að þeir tækju kjörbréfið gilt. En aftur á móti lá ekki fyrir hjá n. skýrsla um það, hver væru forföll Lúðvíks Jósefssonar, en bréf hans hefur verið lesið upp af hæstv. forseta og hefur verið tilkynnt á þann hátt að um það atriði er þingheimi kunnugt. Ég tek það fram, að n. var sammála um það, að kjörbréf Gunnars Benediktssonar yrði gilt tekið.