19.11.1945
Neðri deild: 35. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 959 í B-deild Alþingistíðinda. (1440)

66. mál, sveitarstjórnarkosningar

Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Máli þessu var frestað, síðast þegar það kom fyrir hér í hv. d., vegna þess að ég óskaði eftir, að allshn. gæfist kostur á að athuga fram komna brtt. á þskj. 149. Allshn., hefur athugað þessa brtt. og getur fyrir sitt leyti mælt með því, að hún nái fram að ganga. Okkur virðist, að það sé ekki nema eðlilegt, að sá, sem í raun og veru er orðinn búsettur alllöngu fyrir kosningar til sveitarstjórnar og hugsar sér að vera búsettur áfram í þeim sama kaupstað eða hreppi, eigi þess kost að vera á lista, ef þess er óskað af kjósendum í hreppnum eða kaupstaðnum. — N. mælir sem sagt með því, að brtt. verði samþ.