17.12.1945
Efri deild: 50. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 960 í B-deild Alþingistíðinda. (1447)

66. mál, sveitarstjórnarkosningar

Bjarni Benediktsson:

Ég vildi leyfa mér að beina því til hæstv. forseta, hvort ekki mætti taka 7. málið á dagskránni fyrst. Frv. er þannig, að það þarf að fá skjóta afgreiðslu, ef það á að koma til framkvæmda við þær kosningar, sem fram eiga að fara á þessum vetri eða vori. En þar sem ég hygg, að meiri hluti þm. sé samþykkur frv., teldi ég rétt, að það yrði afgr. áður en þingi verður frestað.