17.12.1945
Efri deild: 50. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í B-deild Alþingistíðinda. (1467)

57. mál, vátryggingarfélög fyrir vélbáta

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Efni þessa frv. er framlenging á bráðabirgðaákvæði um vátryggingar vélbáta, þar sem vélbátafélagi Vestmannaeyja er veitt nokkuð sérstök aðstaða. Þetta félag er orðið gamalt og stjórn þess hefur verið til fyrirmyndar. Þetta bráðabirgðaákvæði var sett í því trausti, að sá mismunur, sem er í þessu frá fyrri lögum, mundi minnka og ákvæðið þar af leiðandi falla í burtu, en reynslan hefur orðið önnur, því að Vestmanneyingar vilja halda þessu ákvæði, en rétt þykir þó að hafa það áfram bráðabirgðaákvæði. Frv. er komið frá Nd. Sjútvn. þessarar d. hefur athugað málið og ekki séð ástæðu til að kippa þessu bráðabirgðaákvæði um Vestmannaeyjafélagið úr lögum og leggur því til, að frv. verði samþ. óbreytt.