17.12.1945
Neðri deild: 55. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 969 í B-deild Alþingistíðinda. (1520)

148. mál, nýbyggingarráð

Ásgeir Ásgeirsson:

Eins og ég sagði áðan, hafði verið talað við mig í síma um það, að þetta mál yrði lagt fram, og ég amaðist ekki við því, að það yrði lagt fram. Hins vegar hefur ekki verið hægt að halda fund í n. um það. Og ef einhver fjhnmaður skyldi skorast undan því að teljast flm. þessa máls eins og það nú er fram komið, mætti prenta þetta frv. síðar og leggja fram. En mér var fullkomlega kunnugt um þetta frv., að það stóð til að leggja það fram og að það var um að taka 15% af erlendum gjaldeyri, andvirði útflutnings, og leggja til hliðar eftir á fyrir hvert ár samkv. því, sem stendur í frv. En grg. frv. hef ég ekki lesið fyrr en nú á fundinum. Ef mönnum þætti formlegra og þess vegna æskilegra, skal ég ekki amast við því, að umr. um þetta frv. verði frestað. En ég tel ekki ástæðu til þess.