17.12.1945
Neðri deild: 55. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 970 í B-deild Alþingistíðinda. (1522)

148. mál, nýbyggingarráð

Frsm. (Einar Olgeirsson) :

Um frv. það, sem við vorum að ræða næst á undan þessu, nr. 5 á dagskránni, er það að segja, eins og hv. þm. vita, að það stendur í sambandi við frv. til l. um fiskveiðasjóð, og er í raun og veru óaðskiljanlegt frá því frv., þó að það verði að flytjast sem sérstakt frv. Frv. til l. um fiskveiðasjóð er eðlilega flutt af sjútvn. Og vegna þess, að hitt frv., nr. 5 á dagskrá, um nýbyggingarráð, tilheyrir að efni til frv. um fiskveiðasjóð, þá varð sjútvn. að athuga það, svo að þessi tvö frv. þurfa að fylgjast að í sömu n. Hins vegar er formlega rétt, ef ríkisstj. óskar eftir breyt. á l. um nýbyggingarráð, að forsrh., sem hefur með nýbyggingarmálin að gera, snúi sér til fjhn. um flutning frv. til breyt. á þeim l. Og þess vegna er ekki nema rétt, að þetta frv., sem hér liggur fyrir, sé flutt að tilhlutan ríkisstj. af fjhn.

Þessi tvö frv., sem eru um breyt. á l. um nýbyggingarráð, eru þannig fram komin, að þau eru ekki fram komin á sama tíma, sem er af ástæðum, sem ekki er hægt að ráða við. Frv. um fiskveiðasjóð og frv. það um breyt. á l. um nýbyggingarráð, sem í sambandi við það var flutt, voru bæði undirbúin fyrir 6 mánuðum. En þetta frv., sem hér liggur fyrir, 6. dagskrármálið, hefur hins vegar verið undirbúið miklu síðar, og þess vegna er það ekki komið fram fyrr en nú. Og þar sem ég býst ekki við, að þetta mál, sem hér liggur fyrir, verði deilumál, vonast ég til, að hv. þm. fallist á að afgr. þetta mál nú frá 1. umr., þó að svona hafi tekizt til, að ekki var hægt að hafa fund í fjhn., eftir að hæstv. ráðh. bað n. að flytja málið þar til það var lagt fram.