22.02.1946
Neðri deild: 73. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1027 í B-deild Alþingistíðinda. (1679)

23. mál, byggingar- og landnámssjóður

Frsm. meiri hl. (Jón Pálmason) :

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, hefur gengið í gegnum Ed. og kemur nú frá landbn. Nd. N. hefur ekki orðið sammála. Við 3 nm. viljum samþykkja frv. óbreytt, en 2. nm. ekki. — Hér er farið fram á að afnema þær kvaðir á eignarrétti jarðeigna, sem felast í 30. og 47. gr. byggingar- og landnámssjóðsl., í tilefni af styrkveitingum og lánum til bygginga og nýbýlamyndunar. Deilan um þetta má1 hefur verið bendluð við 17. gr. jarðræktarl. Við, sem höfum verið andvígir þeirri gr., hyggjum, að þessar gr. í þessu frv. ættu einnig að falla niður, og ætti að geta orðið samkomulag við þá menn, sem vildu afnema 17. gr. jarðræktarl. — Ég sé svo ekki ástæðu til að ræða þetta frekar. Ég vænti þess, að hv. þm. hafi gert sér ljóst frv. og hvort þeir eru með eða móti.