14.12.1945
Efri deild: 49. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1038 í B-deild Alþingistíðinda. (1741)

119. mál, eyðing svartbaks

Frsm. (Þorsteinn Þorstemsson) :

Í grg. fyrir þessu frv. og í þeim orðum, sem ég sagði um það við 1. umr., er í raun og veru falið það, sem nauðsynlegt er að segja um það í þessari d. Hv. þdm. eru svo kunnugir þessu máli, að það þarf ekki að skýra það frekar. Hér er aðeins um að ræða framlengingu laga, sem hafa reynzt allvel að þeirra dómi, sem reynt hafa: Það er ekki farið fram á, að það verði lengri en þriggja ára tími, sem þau verða framlengd, svo að þetta er bráðabirgðaráðstöfun. Landbnm., sem viðstaddir voru, þegar málið var afgr. frá n., voru sammála um að leggja til, að frv. yrði samþ. — Ég sé svo ekki ástæðu til að tefja hér með langri ræðu, þar sem mörg mál eru á dagskrá, sem þarf að afgreiða, auk þess sem það yrði að nokkru leyti ekki annað en endurtekning á því, sem ég hef áður sagt um málið.