14.12.1945
Efri deild: 49. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1092 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

60. mál, raforkulög

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Það mætti æra óstöðugan, ef ætti að tína til allar fjárveitingar úr ríkissjóði á þennan hátt. Þetta fé, sem þannig er samþ. að veita utan fjárl., er venjulega til framkvæmda, sem eru ákveðnar með þál.

Um þetta fé, sem hér um ræðir, vil ég segja til viðbótar, að það var síðan sett á fjáraukal. og ríkisreikning viðkomandi árs, en ekki sett í fjárl. næsta árs, eins og til stóð, heldur var veitt fjárveiting í næsta árs fjárl. með fullu samkomulagi Alþingis.