12.11.1945
Neðri deild: 30. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1120 í B-deild Alþingistíðinda. (1866)

81. mál, embættisbústaðir héraðsdómara

Flm. (Gísli Sveinsson) :

Ég vil ekki vera að elta ólar við þetta. Hæstv. ráðh. gerði fullnægjandi grein fyrir því, sem ég ætlaðist til, og á þann hátt, sem hann treysti sér. En ég heyri, að hann treysti sér ekki til að ganga mjög langt í þessu, þegar hann fer að áfella aðrar ríkisstj., sem setið hafa áður en þessi kom. En það virðist ekki að ófyrirsynju, að ég tali við þá stj., sem nú situr, og krefji hana nokkurra sagna, sérstaklega um það, sem henni er skylt að svara fyrir. Hitt er svo allt annað mál, að einstakar gr. frv. má bæta í meðferð þ., eftir því sem upplýsingar koma fram, og er þá sjálfsagt að hafa það, sem betur reynist. En aðalatriðinu verður ekki hrundið.