26.02.1946
Efri deild: 72. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1162 í B-deild Alþingistíðinda. (1977)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Frsm. minni hl. (Jónas Jónsson) :

Herra forseti. Eins og áður hefur verið talað um, þá hefur þetta mál ekki enn fengið neina athugun í menntmn. hv. Ed., því að form. n. hefur verið veikur, en þar sem hæstv. forseti virðist ekki sætta sig við þá till., sem hér kom fram um það að bíða með umr. um málið, þar til séð yrði um hin frv. í sambandi við þetta mál, vil ég því gera stuttlega grein fyrir brtt. mínum. (BBen: Er það virkilega meining hæstv. forseta að taka málið nú fyrir?) Ég vil þá spyrja hæstv. forseta, hvort hann ætli sér að knýja fram umr. nú eða láta málið bíða, þar til menntmn. fær tækifæri til þess að athuga það.