21.03.1946
Efri deild: 89. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1178 í B-deild Alþingistíðinda. (2004)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Gísli Jónsson:

Ég tek undir það með hv. 6. þm. Reykv., að ég sé ekki, að það hafi neina þýðingu að samþ. þetta frv., ef svo hin skólafrv. verða felld.

Þá hefur því. verið haldið fram, að allir hefðu sterkar óskir til að læra. Það er satt, að marga fýsir að læra, en þó ekki alla. Ég tel því eðlilegast, að skólarnir standi eftir föngum opnir þeim, sem vilja læra, en tel mjög misráðið að fara að skylda hvern einstakling, kannske mjög nauðugan, til þess að sitja í skóla til 16 ára aldurs. Það er mjög æskilegt, að ríkið hafi til hús og kennara, en svo hitt, að skylda alla í skóla frá 14 ára og til 16 ára, tel ég mjög vafasamt.

Um fjárhagshlið málsins er líka gott að fá upplýsingar, eins og hv. 6. þm. Reykv. sagði áðan. Það er hér um geysimiklar upphæðir að ræða, ef ráðh. á að vera heimilt að framkvæma þetta skilyrðislaust og nú þegar. En slíkt álít ég, að geti ekki komið til mála.