21.03.1946
Efri deild: 89. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1180 í B-deild Alþingistíðinda. (2010)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Ég hef ekki athugað þetta, en mér skilst í fljótu bragði, að svo sé. Verzlunarskólinn er orðinn menntaskóli um leið og hann fær rétt til að útskrifa stúdenta. Ég get ekki séð, að þessi réttindi séu af skólanum tekin. Ég býst við, að lög um menntaskóla verði samþ. á þessu þingi.