05.04.1946
Neðri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (2034)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Frsm. (Gunnar Thoroddsen) :

Herra forseti. Hv. Ed. hefur gert þá breyt. á 5. gr. frv. þessa, þar sem segir, að burtfararpróf úr menntaskóla, stúdentspróf, veiti rétt til háskólanáms, að bæta þar inn svo hljóðandi málsl.: „Ákvæði laga þessara hagga ekki rétti Verzlunarskóla Íslands til að brautskrá stúdenta.“ Þetta viðbótarákvæði var óþarft, þar sem búið var að setja inn í frv. skýr ákvæði um verzlunarskólann. Þetta skiptir efnislega engu máli, en á ekki heima hér.

Í öðru lagi hefur hv. Ed. breytt 11. gr. frv., þar sem tekið er fram um gildistöku laga þessara, á þá leið, að þau skuli koma til framkvæmda á árunum 1947–1953, í stað 1946–1952. Þetta skiptir ekki miklu máli, og sé ég ekki ástæðu til þess að bera fram brtt. við frv. af þessum sökum, þó að ég telji breyt. óþarfa, en legg til, að frv. verði samþ. óbreytt.