18.03.1946
Neðri deild: 89. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (2037)

199. mál, dosentsembætti í íslenzku nútíðarmáli

Frsm. (Gunnar Thoroddsen) :

Frv. þetta fer fram á að lögfesta við heimspekideild Háskóla Íslands dósentsembætti í íslenzku nútímamáli og hagnýtri íslenzkukennslu. Það þarf litlu við að bæta grg. um rök fyrir þessu máli. Árið 1941 kom fram ósk um það, að sérstakur fastur kennari yrði við heimspekideildina í þessum fræðum. Þáverandi kennslumálaráðh. féllst á þetta, og 1. ágúst 1941 setti hann Björn Guðfinnsson lektor í þessum fræðum við heimspekideildina. Síðan hefur þessi lektor starfað þar, og hefur hann varið fyrir heimspekideildinni ýtarlega og ágæta doktorsritgerð um íslenzka málfræði. Í erindisbréfi voru honum ákveðin dósentskjör. Það þykir nú sjálfsagt að hafa þetta starf ekki lengur ólögákveðið, eins og verið hefur síðustu fimm árin, og fer frv. því fram á lögfestingu embættisins.

Hér er nálega um enga breyt. á útgjöldum að ræða, þar sem lektorinn hefur öll þessi ár haft dósentslaun.