05.04.1946
Efri deild: 100. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (2047)

199. mál, dosentsembætti í íslenzku nútíðarmáli

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Ég hef í raun og veru mjög lítið um þetta mál að segja. Eins og bæði má sjá af hinni stuttu grg. menntmn. hv. Nd., sem flytur þetta frv., og af hinu álíka stutta nál. menntmn. Ed., þá er hér um að ræða lögfestingu á ástandi, sem er. Þannig að sá háskólakennari, sem hér á hlut að máli, dr. Björn Guðfinnsson, var ráðinn að háskólanum á sínum tíma með þeim kjörum, að hann skyldi hafa laun dósenta. Hann hefur verið talinn lektor, og er það heldur óviðkunnanlegt vegna þess, að þetta lektorsembætti hefur hvergi neina stoð í lögum, ekki í háskólalögum, ekki í launalögum, og er það heldur óviðkunnanlegt, að hann sem háskólakennari falli ekki undir þær kennslustöður, sem í háskólanum eru. — Ég held, að frv. hafi gengið alveg umræðulaust og ágreiningslaust í gegnum Nd., og menntmn. d. mælir með því svo að segja einróma, að það verði samþ. Að vísu mætti ekki einn nm. á fundinum, en hann hefur ekki hreyft andmælum við mig, svo að ég geri ekki ráð fyrir, að hann sé á annarri skoðun um þetta.