29.11.1945
Efri deild: 41. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1229 í B-deild Alþingistíðinda. (2108)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Ég skal ekki lengja þessar umr., en ég vil taka það fram, að mér þykir vænt um að fá þessa yfirlýsing hjá hæstv. ráðh., maður veit þá hvert maður á að halda í þessum hafnarmálum almennt. Það stendur svipað á um Stykkishólm og Húsavík í þessum málum. Mér skilst, að þar liggi fyrir að endurbyggja hafuarmannvirki, vegna þess hvað trémaðkur hefur étið viðinn. (Samgmrh.: Það hefur verið veitt til sams konar í Stykkishólmi.) Ef halda á áfram þessari stefnu, tel ég, að setja eigi það inn í l., svo að enginn ágreiningur komist að um það.

Við hv. 6. þm. Reykv. ætla ég svo ekki að deila, en vil aðeins lesa upp hans eigin orð um þetta mál. Hann sagði, að enn sem komið væri teldi hafnarstjóri ekki rétt að byrja þar, fyrr en lokið væri við hafnarmannvirki í Reykjavík. Ég skal svo ekkert segja um það, hvort hann er persónulega í andstöðu við hafnarstjóra í þessu máli. (BBen: Þetta er rangt skrifað.) Þetta eru orð, sem eru skrifuð eftir hv. þm..Og þegar maður athugar þetta og svo það, að fyrir liggur yfirlýsing frá hv. 6. þm. Reykv. um, að Reykjavíkurhöfn sé ekki fullbyggð, þá sé ég ekki, að hægt sé að draga aðrar ályktanir af þessum ummælum en þær, sem ég hef gert, að viðkomandi aðili sé á móti því, að byggt sé í Elliðaárvogi, nema hv. 6. þm. Reykv. sé í andstöðu við hafnarstjóra í þessu máli. En ég hef sjálfur frétt af fundi, sem ræddi þetta mál, og veit, að berlega kom í ljós, að hafnarstjóri er í andstöðu við þetta mál, og hann vill fresta byggingum utan Reykjavíkurhafnar, eins og ég sagði, að hv. 6. þm. Reykv. hefði borið fram hér um daginn. Ég vildi aðeins láta þessa áréttingu koma fram.