19.03.1946
Neðri deild: 90. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1236 í B-deild Alþingistíðinda. (2122)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. Ég hef hér ásamt hv. 5. landsk. flutt tvær brtt. við B-lið 2. gr. frv. Við flm. urðum síðbúnir til samvinnu við n. um þessar brtt., en við höfum þó rætt við einstaka nm. um þær, og við væntum því, að það komi ekki að sök, þó að við gætum ekki rætt við n. í heild.

Á báðum þessum stöðum, sem hér um ræðir, eru engar hafnar- eða lendingarbætur eftir þeim hlutföllum, sem tíðkazt hafa á þeim stöðum, sem fengið hafa l. um lendingarbætur. Brtt. okkar hv. 5. landsk. fer þess vegna eingöngu fram á, að þessum tveim stöðum verði gert jafnt undir höfði í þessu efni og öðrum stöðum, og verði það lögfest um leið og aðrir staðir verða teknir upp í heildarlöggjöfina.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þessa brtt., en vænti þess, að n. misvirði það ekki, þó að okkur hafi ekki unnizt tækifæri til þess að tala við hana í heild. Vildi ég svo óska þess, að þessar brtt. verði samþ.