26.03.1946
Neðri deild: 95. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1239 í B-deild Alþingistíðinda. (2139)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Frsm. (Lúðvík Jósefsson):

Ég get þess aðeins að gefnu tilefni út af orðum hæstv. samgmrh., að það er tvímælalaust vilji sjútvn., að eingöngu sé átt við verbúðir, byggðar af hlutaðeigandi lendingarstjórnum, og hið sama verði látið gilda um aðrar hafnargerðir. Þótt um verbúðir sé að ræða, sem eru í eigu annarra en hafnarstj., þá verða þær eigi styrkja aðnjótandi.