26.03.1946
Neðri deild: 95. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1240 í B-deild Alþingistíðinda. (2141)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Sigurður Kristjánsson:

Vegna ummæla hv. þm. Snæf. vildi ég taka það fram, að hér er ekki um neina vanþekkingu n. að ræða. En við álítum, að nú þegar séu allt of margir staðir komnir inn í frv. Ég get hins vegar að því leyti fallizt á orð hv. þm., að ástæðulaust sé að ákveða lendingarbætur á stöðum, er alls ekki koma til greina, svo sem í Selárdal. Eiga ýmsir þeirra ekkert frekar erindi inn í frv. en þeir staðir, er hv. þm. Snæf. flytur till. um. Þetta er ekki meiri fjarstæða en margt annað í þessu frv., og mæli ég því ekki á móti till. fremur en með henni.

En sem sagt, ég álít þegar of marga staði komna inn í frv.