09.04.1946
Efri deild: 102. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1241 í B-deild Alþingistíðinda. (2146)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Páll Hermannsson:

Herra forseti. Ég verð að telja, að samþykkt þessa frv. sé mjög til bóta á löggjöf okkar, og væri gott, að einnig væri hægt að ganga frá lögunum um hafnargerðir og þá sjóði, sem þeim fylgja, sem fyrst. Ég tel brtt. á þskj. 710 vera til bóta, en af því að ég er ekki viss um, að þær verði samþ., þá langar mig til að biðja um skilgreiningu á 4. mgr. í 9. gr. frv. Við þessa mgr. er brtt. á þskj. 710, sem er til bóta, en þessi 4. mgr. hljóðar svo: „Heimilt er að innheimta gjöld hafnar- og lendingarbótasjóðs, þegar byrjað er á framkvæmdum hafnarmannvirkja.“ Nú vildi ég spyrja, því að greinin segir, að heimilt sé að innheimta þessi gjöld, þegar byrjað er á byggingu hafnar, hvort n. lítur ekki svo á, að óheimilt sé að innheimta slík gjöld, meðan ekki er lagt í neinn kostnað við höfnina. Náttúrlega má vera, að yfirlýsing frá n. breyti engu um þetta, en ég tel þetta óheimilt.