10.04.1946
Efri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1242 í B-deild Alþingistíðinda. (2151)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð, áður en gengið verður til atkvgr. Ég á brtt. á þskj. 732 um, að Staðarfell verði tekið upp í þá staði, sem eru í síðari flokki. Á Staðarfelli er húsmæðraskóli, og hefur komið til tals að gera þar bryggju, og liggja fyrir 6 þús. kr., sem áætlaðar eru til bryggjugerðar, og hefur þetta því verið viðurkennt af Alþ., áður, en ég vildi þó, að þetta kæmi fram nú með þessum stöðum, og vænti ég, að till. mín verði samþ.