13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1244 í B-deild Alþingistíðinda. (2171)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Frsm. (Lúðvík Jósefsson):

Ég sé enga hættu við það, þó að málið fari í Sþ. Hafnarlögin eru ill orðin, ef samþ. verður sú breyt., sem Ed. hefur gert á frv. Hafnarsjóðirnir verða að fá tekjur af vörugjöldum. Ef eyðileggja á vörugjöldin með því að nota bryggjur einstaklinga, án þess að vörugjöld séu greidd, þá eru hafnarsjóðirnir illa komnir. Hér er því ekkert smávægilegt atriði á ferðinni, og þó að þetta spillandi ákvæði væri samþ. í Ed. með litlum meiri hluta að vísu, þá er ekki vonlaust, að það verði fellt úr, ef málið verður tekið upp í Sþ.